Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. maí 2021

Lærdómsríkt að vera trúnaðarmaður

Kosning trúnaðarmanna Sameykis fer fram 29. apríl – 31. maí

Eftir Birnu Daðadóttur

 

Þegar ég tók við sem trúnaðarmaður hafði ég aðeins aflað mér upplýsinga um hvað starfið fæli í sér og langaði að fá meiri innsýn og vita meira. Starfið hefur verið mjög fjölbreytt, krefjandi og lærdómsríkt.

Á trúnaðarmanna námskeiðunum sem ég hef farið á hef ég lært margt mjög nytsamlegt og nauðsynleg til að getað miðlað áfram upplýsingum til samstarfsfólks. Einnig er ýmiskonar fræðsluefni í boði fyrir trúnaðarmenn og hefur það reynst mér vel sem trúnaðarmaður og í mínu starfi á vettvangi.

Í Árseli starfa 109 starfsmenn í 63 stöðugildum og erum við tveir trúnaðarmenn fyrir frístundarsmiðstöðina Ársel. Við trúnaðarmenn ásamt stjórnendum frístundamiðstöðvarinnar eigum í góðum og miklum samskiptum hvað varðar þau verkefni sem við sinnum. Til að mynda fundum við eftir hvern trúnaðarmannaráðsfund. Trúnaðarmanna samfélagið hefur einnig nýst vel þar sem hægt er að leita til annarra trúnaðarmanna innan Sameykis hafi maður einhverjar spurningar og oft skapast góðar og þarfar umræður. Alltaf er hægt að leita til þeirra sem sjá um trúnaðarmenn hjá Sameyki og eru þau boðin og búin að veita manni ráðleggingar.

 

Góð reynsla út í lífið
Þótt trúnaðarmannastarfið á þessu tímabili hafi á sama tíma verið mikil áskorun hefur verið míkill lærdómur af því ferli. Þar má helst nefna undirbúningsvinnu fyrir yfirvofandi verkfall í ársbyrjun 2020, COVID-19 og svo vinna í aðdraganda styttingu vinnuvikunnar. Þekking mín á Sameyki hefur aukist til muna, t.d. um það sem er í boði hjá félaginu og sem mér finnst gott að geta miðlað áfram til samstarfsfólksins. Trúnaðarmannastarfið hefur gefið mér góða reynslu og þekkingu út í lífið.

Lykilinn að góðu trúnaðarmannastarfi liggur í því að hafa áhuga og gaman af því sem að maður er að gera og vera í góðum samskiptum við samstarfsfélaga.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)