Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. september 2022

Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB.

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hefur verið eitt af stærstu bar­áttu­málum BSRB und­an­far­inn ára­tug.

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hefur verið eitt af stærstu bar­áttu­málum BSRB und­an­far­inn ára­tug. Við náðum stórum áfanga í kjara­samn­ingum við ríki og sveit­ar­fé­lög árið 2020. Þá var samið um allt að 36 stunda vinnu­viku hjá dag­vinnu­fólki byggða á end­ur­skipu­lagi innan vinnu­staða og allt niður í 32 stunda vinnu­viku hjá vakta­vinnu­fólki sem vinnur á öllum tímum sól­ar­hrings­ins og gengur þyngstu vakt­irn­ar, hvoru­tveggja án launa­skerð­ing­ar.

Í aðdrag­anda kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði er aftur að hefj­ast umræða um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Áhuga­vert er að fylgj­ast með skrifum þeirra sem finna styttri vinnu­viku allt til for­áttu og þá ekki síst fyrir þær sakir að helstu rök­semd­irnar gegn styttri vinnu­viku hafa ekk­ert breyst í ára­tugi þrátt fyrir miklar sam­fé­lags­breyt­ing­ar. Í því sam­bandi skiptir engu hvort litið er til tím­ans í kringum kjara­samn­ing­ana 2020, árs­ins 2010 þegar BSRB setti málið á odd­inn eða allt aftur til árs­ins 1971 þegar vinnu­vikan var stytt í 5 daga. Enn áhuga­verð­ara er að fylgj­ast með skrifum þeirra sem ein­fald­lega vilja afskrifa stytt­ingu vinnu­vik­unnar hér á landi. Stað­reyndin er sú að hún er nú þegar orðin að raun­veru­leika hjá hluta fólks á íslenskum vinnu­mark­aði sem hefur einmitt veitt fjölda þjóða og vinnu­staða inn­blástur til að prófa sig áfram með styttri vinnu­tíma.

Algeng­ast er að hug­myndir um mögu­leik­ann á styttri vinnu­viku séu afskrif­aðar á grund­velli lög­mála hag­fræð­inn­ar. Það er í sjálfu sér merki­legt því fjöldi inn­lendra sem erlendra rann­sókna sýnir að það má vel stytta vinnu­vik­una án þess að það komi niður á afköstum hjá starfs­fólki í dag­vinnu. Annað gildir um vinnu þar sem unnið er á öllum tímum sól­ar­hrings­ins því þar verður að koma til aukin mönn­un, en þá verður einnig að líta til þess að slíkur vinnu­tími hefur nei­kvæð­ari áhrif á heilsu og lífslíkur fólks og því er enn mik­il­væg­ara að stytta vinnu­vik­una í slíkum störf­um. Reynslan hér á landi, rúm­lega 12 mán­uðum eftir að vinnu­tím­anum var breytt í vakta­vinnu, sýnir enn fremur að kostn­aður hefur hald­ist innan þess ramma sem settur var í upp­hafi.

 

Þróun vinnu­tíma
Lengd vinnu­vik­unnar hér á landi eða ann­ars staðar í heim­inum er ekki nátt­úru­lög­mál. Þvert á móti eru engin vís­inda­leg rök fyrir því að vinnu­vikan er víð­ast hvar 40 tímar á viku. Þró­unin á lengd vinnu­vik­unnar er öfug­snúin að því leyti að hún byggir ekki á vís­inda­legum nið­ur­stöðum um hve lengi við getum ein­beitt okkur eða hvert lík­am­legt úthald okkar sé til að sinna hinum ýmsu fjöl­breyttu störf­um. Hún byggir heldur ekki á þekk­ingu um hvað geti skilað bestu mögu­legu nið­ur­stöðu fyrir ein­stak­ling­inn, fjöl­skyld­una, vinnu­stað­inn og sam­fé­lagið allt. Þegar fólk fór fyrst að vinna fyrir aðra vann það gjarnan í lík­am­lega erf­iðum störfum og vinnu­dag­ur­inn var almennt 10 til 16 tímar, sex daga vik­unn­ar. Til að sporna gegn nei­kvæðum og óheilsu­sam­legum áhrifum svo langrar vinnu­viku hófu stétt­ar­fé­lög bar­átt­una fyrir hámarks­lengd vinnu­vik­unn­ar, afmörkun hvíld­ar­tíma og frí­tíma fólks frá störf­um. Þetta var í iðn­bylting­unni undir lok 19. ald­ar.

Ef við horfum á þróun vinnu­tíma yfir lengri tíma sjáum við að þrátt fyrir að við vinnum vissu­lega færri stundir en áður þá hefur hægst veru­lega á þró­un­inni und­an­farna ára­tugi. Á átt­unda ára­tugnum þustu konur út á vinnu­mark­að­inn og atvinnu­þátt­taka hefur því auk­ist gríð­ar­lega, tækn­inni fleygt fram sem veldur því að störf hafa breyst og við erum öll að leysa miklu fleiri og flókn­ari verk­efni í störfum okkar en fólk í svip­uðum störfum gerði til dæmis fyrir 50 árum. Í dag eru störf almennt meira krefj­andi fyrir hug­ann en lík­amann og ofan á laun­uðu störfin bæt­ist við önnur og þriðja vaktin sem felst í ábyrgð á börnum og heim­il­inu en ennþá er lengd vinnu­vik­unnar sú sama.

 

Jafn­ræði í vinnu­tíma fyrir ólíka hópa
Almennt er talið að um helm­ingur fólks á vinnu­mark­aði dags­ins í dag geti stjórnað hvaðan það vinn­ur, hvenær og hversu mik­ið. Flest spá því að til fram­tíðar muni sveigj­an­leiki í þessum störfum aukast og fólk ráði þessu alfarið sjálft, enda verði áherslan þá á verk­efnin í stað stimp­il­klukku. Í þeirri fram­tíð­ar­músík verðum við að velta því fyrir okkur hvort við ætlum áfram að láta launa­fólk sem ekki nýtur þessa sveigj­an­leika, hinn helm­ing­inn, vinna sömu gömlu vinnu­vik­una og var komið á þegar langa­far okkar voru að taka sín fyrstu skref á vinnu­mark­aði. Þetta á til dæmis við um störf þar sem kraf­ist er sam­skipta, umönn­un­ar, hjúkr­un­ar, lög­gæslu og ann­arrar þjón­ustu við fólk eða við­veru. Það mun óneit­an­lega hafa áhrif á starfs­val fólks.

BSRB hefur ver­ið, og verður áfram, sann­fært um gildi styttri vinnu­viku fyrir vinnu­staði, atvinnu­rek­end­ur, launa­fólk og fjöl­skyldur þeirra sem og sam­fé­lagið allt. Ávinn­ing­ur­inn er bætt heilsa og öryggi starfs­fólks, aukin lífs­gæði, aukið jafn­rétti kynj­anna, minnkað kolefn­is­fót­spor og ham­ingju­sam­ari þjóð. Allt sem þarf er hug­rekki til að breyta úreltum hug­myndum um vinnu­tím­ann, end­ur­skipu­lagn­ing á því hvernig við vinnum og ríkt sam­ráð og sam­vinna stjórn­enda og starfs­fólks þar um. Umræðan á ekki að snú­ast um hvort rétt sé að stytta vinnu­vik­una, heldur hversu stutt vinnu­vikan geti mögu­lega orð­ið.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)