Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. janúar 2013

Blað stéttarfélaganna komið út

Forsida_blad_2013_janBlað stéttarfélaganna er að koma út og ætti að berast félagsmönnum næstu dag. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er umfjöllun um launamun kynjanna þar sem m.a. er ítarleg greining eftir ákveðnum starfsheitum. Ákveðið var að bera saman laun karla og kvenna í sama eða samskonar starfi. Þetta var gert til þess að kanna hvort nákvæm greining af þessu tagi myndi hafa áhrif á þá mynd sem við höfum af launamuni kynjanna almennt.

Einnig er dagskrá fyrir Gott að vita námskeiðin birt en skráning á þau hefst 22. jan. kl. 9. Dagskráin er fjölbreytt að venju en í boði er m.a. upplifunarganga, heklnámskeið, fundarstjórnun, raddbeiting, gítargrip, skriðsund, ljósmyndun, jóga og ýmsir fróðlegir fyrirlestrar.

Þá er í fyrsta sinn í blaðinu lögfræðihorn sem verður fastur liður í blaðinu og að þessu sinni er fjallað þar um foreldraorlof.

Ekki má gleyma páskaúthlutun sem er auglýst í blaðinu, en umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2013, úthlutað verður 6. febrúar, sótt um hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)