Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. janúar 2013

Karlar eru launahærri í starfsgreinum sem kenndar hafa verið við hefðbundin kvennastörf

Frettablaðið_18jan2013Í Fréttablaðinu í dag kemur fram á bls. 12 í fréttskýringu að kynbundinn launamunur er 12% hjá SFR. Þrátt fyrir að dregið hafi úr kynbundnum launamun í kreppunni er hann enn 12% hjá félögum SFR. Minni munur á almenna markaðnum.

Karlar eru með 21% hærri laun en konur. Mestur er launamunur hjá SFR á meðal sérhæfðs starfsfólks og tækna, eða 24% körlum í hag.

Í fréttaskýringunni segir meðal annars: „Athygli vekur að karlar eru launahærri í starfsgreinum sem kenndar hafa verið við hefðbundin kvennastörf. 39% kvenna í SFR vinna í heilbrigðis- og félagsþjónustu en 25% karla. Heildarlaun karla í heilbriðisþjónustu eru 24% hærri en kvenna, en karlarnir vinna þremur tímum lengur á viku en konur. Grunnlaun karla eru einnig hærri. Í félagsþjónustunni hafa konur 13% lægri heildarlaun og grunnlaun karla eru hærri.“ 

Hér má nálgast fréttaskýringuna í heild, en einnig má lesa um þetta í Blaði stéttarfélaganna sem er nýkomið út.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)