Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. febrúar 2013

Námskeið fyrir vinnuverndarfulltrúa

Vinnuvernd ehf. og Mannvit hf. standa fyrir námskeiði sem ætlað er vinnuverndarfulltrúum. Námskeiðið fer fram í Reykjavík 26. feb. og 5. mars milli kl. 8:30-15:30.

Meðal þess sem fjallað er um á námskeiðinu er:

  • Lög og reglur í tengslum við vinnuverndarstarf.
  • Áhættumat starfa.
  • Umhverfisþættir s.s. hávaða, lýsingu og loftgæði.
  • Líkamlegir áhættuþættir.
  • Félagslegir og andlegir áhættuþættir s.s. einelti, streita og kulnun.
  • Hættuleg efni og efnafræðilegir skaðvaldar.
  • Vinnuslys, atvinnusjúkdómar og líffræðilegir skaðvaldar.
  • Vélar og tæki.
  • Heilsuefling á vinnustað.

Markmiðið með námskeiðinu er að vinnuverndarfulltrúar öðlist grunnþekkingu á vinnuvernd í samræmi við lög nr. 46/1980. Skráning fer fram á www.vinnuvernd.is.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)