Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. febrúar 2013

Samkomulag um endurskoðun kjarasamninga undirritað

Undirritun-endurskodun-kjarFramkvæmdastjórn BSRB hefur fyrir hönd aðildarfélaga sinna undirritað samkomulag um endurskoðun kjarasamninga við fjármálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga. Enn á eftir að ljúka endurskoðun samninga við Reykjavíkurborg.

Í samkomulaginu er samningstíminn styttur um tvo mánuði, þar með gilda kjarasamingar við ríki til 31. janúar 2014 og umsamin eingreiðsla upp á 38.000 færist frá 1. mars 2014 til 1. janúar 2014. Einnig verður unnið að þeim málum sem fram koma í bókunum og fylgiskjölum sem gerð voru í síðustu samingum. Í endurskoðuðum samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga færist gildistími einnig fram um tvo mánuði.

Þá felst einnig í samkomulaginu að samingaaðilar skuldbinda sig til að bæta vinnubrögð við kjarasamningsgerðin, m.a. með því að láta kjarasamning taka við af kjarasamningi, en of mikil brögð hafa verið að því að kjarasamingar félaga séu lausir, jafnvel svo mánuðum skiptir.  

 

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)