Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. febrúar 2013

Námskeiðið Að semja um hærri laun - skráning stendur yfir!

SFR bíður félagsmönnum upp á námskeið sem er ætlað sem undirbúningur fyrir launaviðtalið, en það verður sífellt algengara að ákvæði um launaviðtal sé sett inn í stofnanasamninga.

Næsta námskeið verður mánudaginn 28. febrúar kl. 16:15-18:45. Skráning hér.

Einnig verður boðið upp á námskeið á Suðurnesjum þann 11. mars, sjá nánar hér, og annað námskeið í Reykjavík þann 20. mars, sjá nánar hér.

Þátttakendur leggja mat á vinnuframlag sitt, styrkleika sína og það sem þeir mættu bæta hjá sér. Þeir leggja mat á eigin menntun, hæfni, reynslu, árangur og frammistöðu í starfi. Farið verður í undirbúning launaviðtalsins og kenndar mismunandi aðferðir í samningatækni.

Það sem er tekið fyrir á námskeiðinu:

  • Að leggja raunhæft mat á sjálfan sig.
  • Undirbúningur launaviðtalsins.
  • Samningatækni.

Ávinningur:

  • Meiri innsýn í eigin styrkleika og takmarkanir.
  • Aukið sjálfstraust í launaviðtalinu.
  • Meiri árangur. 

Kennsluaðferðir:

  • Verkefni.
  • Fyrirlestur.
  • Hlutverkaþjálfun.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)