Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. febrúar 2013

Kraftmiklir félagsfundir á Landspítala

lsh-fundur      lsh-fundur-feb-2

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu átti tvo kraftmikla fundi í gær með félagsmönnum sínum sem starfa hjá Landspítala. Fundarefnið var launa- og kjaramál, enda liggur fyrir loforð frá ráðherra um að laun kvennahópa innan SFR hjá LSH verði leiðrétt. Stjórnendur LSH könnuðust hins vegar ekki við það og sögðu loforð ráðherra ekki hafa borist þeim.

Félagsmenn SFR á fundunum tveimur í gær voru einhuga og sendu frá sér eftirfarandi ályktun þar sem yfirlýsingu stjórnavalda um leiðréttingu kynbundins launamunar var fagnað og ráðherra var minntur á loforð sitt.

Ályktun frá fundum félagsmanna SFR hjá LSH í gær:

SFR stéttarfélag fagnar yfirlýsingu stjórnvalda frá 13. febrúar, um að kynbundinn launamunur verði leiðréttur. Þar eru heilbrigðisstéttir sérstaklega tilgreindar. Um 900 starfsmenn Landspítala eru félagsmenn í SFR stéttarfélagi. Um 70% þeirra eru konur.

SFR stéttarfélag fer fram á að viðræður um stofnanasamning SFR við Landspítala verði hafnar án tafar. Fjármálaráðherra hefur þegar staðfest að kjör kvenna innan SFR hjá Landspítala verði leiðrétt í kjölfar nýgerðra samninga hjúkrunarfræðinga. SFR minnir á að yfirlýsing stjórnvalda um leiðréttingar á launum kvenna nær til allra félaga.

 

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)