Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. mars 2013

Aðalfundur LSFR 2013

LSFR-aðalfundur-2013-litil
Að loknum aðalfundi gæddu gestir sér á kaffi og með því.

Aðalfundur Lífeyrisdeildar SFR sem haldinn var 21. mars sl. mótmælir harðlega hækkunum á lyfjum sem eiga að koma til framkvæmda 4. maí næstkomandi, en þar inni eru hækkanir á lífsnauðsynlegum, lyfjum eins og sykursýkislyfjum, flogalyfjum, hjartalyfjum og fleiri sem Sjúkratryggingar hafa greitt að fullu til þessa. Þessar hækkanir bitna mest á öldruðum og öryrkjum.

Einnig ályktar fundurinn um eftirfarandi:

  • Lífeyrisdeild SFR krefst  þess að stjórnvöld standi vörð um heilbrigðiskerfið og forgangsraði, samanber tækjakaup til Landsspítala.
  • Aldraðir fá ekki fullnægjandi úrlausnir þegar kemur að því,  þörf er fyrir pláss á hjúkrunarheimilum, biðlistar eru langir og ber að leysa úr þeim vanda.
  • Lífeyrisdeild SFR mótmælir harðlega að greiðslur úr lífeyrissjóðum skerði lífeyri frá almannatryggingum.
  • Þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir var gert ráð fyrir að lífeyrir úr þeim  yrði til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum og eiga því ekki að skerða þann lífeyrir.
  • Lífeyrisdeild SFR krefst þess einnig að frítekjumark vegna greiðsla úr lífeyrissjóðum verði strax hækkað.
  • Hækka þarf verulega, frítekjumark vegna fjármagnstekna og atvinnutekna. Það  á ekki að refsa eldri borgurum fyrir að spara og vinna.

LSFR-aðalfundur-2013-litila

LSFR-aðalfundur-2013-litilb

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)