Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. apríl 2013

Trúnaðarmál - SFR trúir á þig !

Stimpill og stimplaðBréf sem félagsmenn SFR hafa fengið inn um bréfalúguna undanfarna daga hefur sannarlega vakið athygli. Í bréfinu eru félagsmenn hvattir til að bjóða sig fram til trúnaðarmannastarfa fyrir félagið og hafa margir hringt til skrifstofu félagsins til að fá nánari upplýsingar.

Bréfið góða var sent öllum félagsmönnum og markmið þess var einmitt að vekja athygi á kosningum til trúnaðarmanna sem framundan eru. Hlutverk trúnaðarmanna á vinnustöðum er afar mikilvægt og félagið leggur mikið upp úr öflugu trúnaðarmannakerfi. Hjá SFR eru yfir 200 trúnaðarmenn og búa margir þeirra yfir mikilli reynslu og þekkingu. Þörfin fyrir nýja trúnaðarmenn er þó alltaf til staðar og mikilvægt að allir félagsmenn séu meðvitaðir um að það eru þeir sjálfir sem velja sér trúnaðarmann og allir hafa jafna möguleika til að bjóða sig fram til þeirra starfa. Við hvetjum alla félagsmenn til að kynna sér efni bréfsins vel og taka þátt í kosningum á sínum vinnustað ef þar verður kosið um trúnaðarmann.

Sjá meira um kosningu trúnaðarmanna hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)