Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. maí 2013

Stofnun ársins valin í lok vikunnar

Tilkynnt verður um hvaða stofnanir hljóta nafnbótina Stofnun ársins 2013 og Fyrirmyndarstofnanir á föstudaginn kemur. Fulltrúum stofnana hefur verið boðið til hátíðlegar athafnar þar sem tilkynnt verður um úrslitin úr könnuninni og viðurkenningar veittar. Þetta er í áttunda sinn sem SFR tekur þátt í könnuninni, en hún er unnin af Capacent í samstarfi við VR, St.Rv. og fjármálaráðuneytið.

Stofnun ársins er valin af 10 þúsund opinberum starfsmönnum í könnun þar sem spurt er um þætti eins og trúverðugleika stjórnenda, launakjör, ímynd, vinnuskilyrði o.fl.  Í fyrra hlutu þrjár stofnanir titilinn, hver í sínum stærðarflokki, það voru Sérstakur saksóknari, Landmælingar Íslands og Persónuvernd. Það verður spennandi að sjá hvaða stofnanir hafa staðið sig best í ár samkvæmt mati starfsmanna. Við munum senda fréttir frá athöfninni um leið og úrslitin liggja fyrir á föstudagskvöld.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)