Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. maí 2013

Stofnun ársins 2013

SFR-Stofnin-arsins-2013SFR-Fyrirmyndarstofnun-2013Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins 2013 voru kynntar nú fyrir stundu á Hilton Reykjavík Nordica Hótel að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár eins og áður, hver í sínum stærðarflokki. Sérstakur saksóknari er sigurvegari þriðja árið í röð í flokki stórra stofnana með fleiri en 50 starfsmenn. Landmælingar er stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana þar sem starfsmenn eru 20-49 talsins og er þetta annað árið sem Landmælingar sigra í sínum flokki. Í flokki stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20 bar Sýslumaðurinn á Siglufirði sigur út býtum.

Í hverjum flokki hlutu efstu stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun. Í flokki stærstu stofnana voru valdar fimm fyrirmyndarstofnanir. Þær eru auk Sérstaks saksóknara, Umferðarstofa, Lyfjastofnun, Ríkisskattstjóri og Sjálfsbjargarheimilið. Í flokki meðalstórra stofnana eru fyrirmyndarstofnanirnar þrjár, þ.e. Skipulagsstofnun og Einkaleyfastofa ásamt Landmælingum. Í flokki minnstu stofnananna eru fyrirmyndarstofnanirnar einnig þrjár, þ.e. Héraðsdómur Suðurlands og Hljóðbókasafn ásamt Sýslumanninum á Siglufirði.

Hástökkvarinn í ár er Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Það sæmdarheiti hlýtur sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára, en Þróunarsamvinnustofnun hækkaði um heil 72 sæti og er nú í fimmta sætinu í flokki stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20.

Þetta er í áttunda sinn sem SFR tekur þátt í könnuninni, en hún er unnin af Capacent í góðu samstarfi við VR, St.Rv. og fjármálaráðuneytið og er ein sú  stærsta sinnar tegundar á landinu. Tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina send og er val á Stofnunum ársins byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna.

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu óskar starfsmönnum og stjórnendum þessara stofnana innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim öllum bjartar framtíðar.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)