Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

27. maí 2013

Stofnanasamningar krufðir

Í morgun hittust fulltrúar SFR úr hópi trúnaðarmanna og samninganefnda, starfsfólk fjármálaráðuneytis og ásamt nokkrum forstöðumönnum og starfsmanna- og mannauðsstjórum ríkisstofnastofnana til að ræða stofnanasamningsgerð.

Markmið fundarins var að fara yfir stöðu stofnanasamninga hjá ríkinu út frá sjónarhorni notenda. Rætt var m.a. um núverandi launakerfi og mögulegar breytingar eða þróun þess. Velt var upp spurningum á borð við það hvort núverandi kerfi stofnanasamninga uppfylli þau markmið sem því voru sett í upphafi og hvernig það þjóni hagsmunum starfsmanna og stofnana.

Fundurinn hófst með erindum frá Árna Stefáni Jónssyni formanni SFR og Gunnari Björnssyni formanni samninganefndar ríkisins og að þeim loknum tók við hópavinna. Mikil ánægja var með fundinn og þær opnu og góðu umræður sem þar sköpuðust. Það er von SFR að þessi vinna verði til þess að efla samvinnu milli aðila og bæta það sem betur má fara.

Stofnanafundur-allir

Miklar og góðar umræður sköpuðust á fundinum.

Stofnanafundur---Árni-Stefá

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.

stofnanafundur-Gunnar-Björn

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)