Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. maí 2013

Breyting á stofnanasamningi SFR og Landspítala

Haldnir voru félagsfundir SFR í gær á Landspítalanum, bæði í Fossvogi og á Hringbraut. Á fundunum var farið yfir leiðréttingar á stofnanasamningi félagsins sem koma til framkvæmda nú um mánaðarmótin og byggðar eru á grunni jafnlaunaátaks ríkistjórnarinnar. Hér má sjá Stofnanasamninginn og nýjan viðauka með launaröðun. 

SFR fagnar þessu átaki . Hinsvegar var veitti ríkisstjórnin þeim stéttarfélögum stéttarfélögum þar sem konur eru í meirihluta mismikið fé til leiðréttinga og hlutur SFR var minni er hjá þeim háskólahópum sem einnig hafa gengið frá leiðréttinum.

Af þeim sökum lét SFR bóka eftirfarandi í samstafsnefnd:
SFR stéttarfélag telur að aðferðarfræðin sé alröng sem viðhöfð var við ákvörðunartöku um hversu hátt framlagið ætti að vera til SFR miðað við önnur stéttarfélög sem fengu einnig framlag. Það birtist með þeim hætti að SFR fékk ca:3,4% framlag til leiðréttinga meðan mörg önnur félög fengu 4,8% framlag.
Einnig mótmælir SFR því harðlega að ekki hafi náðst að ganga frá því við Landspítalann að stofnunin legði SFR félögum til aukaframlag líkt og gengið hefur verið frá hjá félögum háskólamenntaðra. Slíkt viðbótarframlag stofnunarinnar gerir það að verkum að hækkun launa félagsmanna þessara háskólafélaga er allt að 6,8%.
SFR hefur ákveðið að ganga frá breytingu stofnanasamningi miðað við það framlag sem kom frá fjármálaráðuneytinu en á áskilur sér allan rétt til að sækja mismuninn á ofangreindum framlögum hvort sem í tengslum við stofnanasamning milli félagsins og LSH eða í kjarasamningi við fjármálaráðherra."

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)