Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. júní 2013

Ályktun frá ráðstefnu aðildarfélaga NSO

Í byrjun sumars eða dagana 3. og 4. júní héldu aðildarfélög NSO - samtaka ríkisstarfsmanna á Norðurlöndunum sína árlegu ráðstefnu. Hún var að þessu sinni í Tromsö og sóttu fulltrúar frá SFR ráðstefnuna heim. Þar var rætt um stöðu opinbers atvinnumarkaðar á norðurlöndunum og samþykkt ályktun þar sem NSO hvetur norrænar ríkisstjórnir til þess að stuðla að trausti á opinbera geirann og vinna í samvinnu við stéttarfélögin að sterkari og betra vinnuumhverfi.

Ályktun frá ráðstefnu aðildarfélaga NSO (Nordiska Statstjänstemanna Organisationens) í Tromsö 3- 4 júní 2013

Efnahagshrunið hefur enn mikil áhrif innan Evrópuríkjanna. Þar hefur misskipting og félagslegur óróleiki aukist auk þess sem atvinnuleysið er mikið.Efnahagshrunið hefur enn áhrif á marga. Þetta hefur leitt til þess að mörg lönd eiga erfitt með að standa undir kröfum samfélagsins um félagslegt öryggi.
Norðurlöndin fara heldur ekki varhluta af þeirri félagslegu niðursveiflu sem hefur átt sér stað í Evrópu. Hátt atvinnuleysi ógnar félagslegum stöðugleika í samfélaginu og velferðarkerfinu. Þegar óvissan og gjáin milli ólíkra hópa í samfélaginu vex eykst ábyrgð hins opinbera á því að veita góða og faglega þjónustu.
Norræn stéttarfélög og atvinnurekendur hjá hinu opinbera gegna mikilvægu hlutverki í þróun samstöðu og verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Sterk opinber stjórnsýsla er forsenda þess að hægt sé að tryggja að þörfum borgarana sé fullnægt hvað varðar menntun, rannsóknir, innviði samfélagsins og velferðarkerfið . Enda er þetta grunnforsenda hás atvinnustigs, framleiðni og hagvaxtar.
NSO hvetur norrænar ríkisstjórnir til þess að stuðla að trausti á opinbera geirann. Hann er hryggjarlengjan í framtíðarþjónustu hins opinbera og á að einkennast af þátttöku og samvinnu ríkisstjórnar, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Þjónusta á vegum hins opinbera á að byggja á hugmyndum um réttlátri dreifingu gæða samfélagsins þar sem starfsmenn eru hluti lausnarinnar en það kallar á viðurkenningu á störfum þeirra og tryggðar gagnvart þeim. Starfsöryggi opinberra starfsmanna Ein leið til þess að tryggja réttlæta málsmeðferð er að  auka traust og gegnsæi  innan stjórnsýslunnar og opinberrar þjónustu.
Við einblínum þess vegna á traust, góða stjórnunarhætti og fagleg vinnubrögð. Auka þarf traust á hinu opinbera. Nauðsynlegt er að bæta stöðugleika, félagsauð og samvinnu. Okkar félagsmenn sem starfa innan hins opinbera leggja mikið á sig til að koma ákvörðunum stjórnvalda í framkvæmd og bera þeir því mikla ábyrgð gagnvart því að tryggja góða nýtingu fjármagns innan hins opinbera.
Hið opinbera á að vera leiðandi fyrirmynd og leitast eftir þátttöku starfsmanna í breytingar- og þróunarstarfi, horfa ber á þátt þeirra sem hluta af lausninni. Opinberir starfsmenn gegna tvíþættu hlutverki innan velferðarþjónustunnar – annars vegar sem starfsmenn og samstarfsmenn og hins vegar sem einstaklingar og samborgarar.
Samvinna innan hins opinbera á að grundvallast á gegnsæi, virðingu og trausti milli stjórnenda og starfsmanna. Einungis þannig er hægt að tryggja langvarandi heildarlausn sem gagnast samfélaginu.
NSO á þess vegna að vinna að því að skýra framlag og áhrif opinberra starfsmanna með því að stuðla að gegnsæi, trausti og langtíma hugsun. Við eigum að þróa sterkt norrænt samningamódel sem tæki til þess að þróa samfélagið, stuðla að réttlátri dreifingu auðs og lækkun atvinnuleysis ásamt því að tryggja öryggi- og tækifæri starfsmanna innan hins opinbera til að þróast í starfi.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)