Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. ágúst 2013

Starfsmennt - námskeið

Út er komið nýtt fréttabréf Fræðslusetursins Starfsmenntar. Í vetur verður að venju boðið upp á fjölbreytt úrval starfstengdra námskeiða sem henta þér bæði persónulega og í starfi. Hér má sjá fyrstu námskeið haustsins sem opin eru öllum og okkar félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Ef þú vilt efla stjórnunarleikni þína s.s. á sviðum verkefnautanumhalds, þjónustugæða, jafningjavinnu eða skrifstofustjórnunar þá geta námsleiðirnar hér fyrir neðan hentað. Þá eru alltaf í boði klassísk tungumálanámskeið og fjarkennd tölvunámskeið.

 

Verkefnastjórnun (24 stundir)

Hér er aðferðafræði þessa vinsæla verklags kynnt á hnitmiðaðan hátt og grunnur lagður fyrir frekari sérhæfingu.

Námið hefst 15. okt. og er kennt í Reykjavík og fjarkennt á Ísafirði, Selfossi og  Akureyri. Skráning og upplýsingar hér.

 

Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum (60 stundir)

Markmið þessa náms er að þátttakendur læri hagnýtar aðferðir til að takast á við breiðara starfssvið og flóknari verkefni. Lögð er áhersla á að styrkja stjórnunar- og skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleika og samskipta- og leiðtogahæfni.

Kennsla hefst 21. okt. Hjá EHÍ og verður fjarkennt á Ísafjörð, Selfoss ogAkureyri. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.

 

Starfsnám stuðningsfulltrúa – fagmennska á félagssviði

Störfum á félags- og heilbrigðissviði mun fjölga á næstu árum og því brýnt að efla fagmennsku og fjölbreytta menntun starfsmanna. Starfsmennt hefur um langt skeið boðið upp á starfsnám stuðningsfulltrúa sem er annarsvegar 162 stunda grunnnám og hinsvegar 84 stunda framhaldsnám. Þetta nám er öflugur grunnur að gefandi starfi og býður upp á marga símenntunarmöguleika.

Grunnnámið hefst í Reykjavík 2. sept., fjarkennt á Egilsstöðum  ef næg þátttaka fæst og framhaldsnámið 23. sept.

 

Smelltu hér til að skrá þig fá nánari upplýsingar.

 

Starfstengd tungumálakunnátta

Núna í september hefjast námskeið í dönsku og ensku þar sem áhersla er lögð á talmál og orðaforða. Dönskunámskeiðin eru haldin í EHÍ og hefjast 16. sept. og14. okt. Enskunámskeiðin eru haldin í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar áHornafirði, Ísafirði, Hvolsvelli, Selfossi, Akureyri og í Hafnafirði.

Þá setur Starfsmennt einnig upp starfstengd enskunámskeið með stofnunum þar sem sérhæfður fagorðaforði er æfður.

 

Fjarkennd tölvunámskeið

Allir þurfa að geta nýtt sér tölvutæknina í dag. Því er boðið upp á 80 stunda grunnnám og átta styttri framhaldsnámskeið sem efla þá tölvufærni sem öllum er nauðsynleg. Einnig getur þú sótt um ársaðgang að flestum forritum og lært upp á eigin spýtur. Hvað hentar þér?

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)