Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. ágúst 2013

Þjónustu- og viðhorfskönnun

Í sumar létu SFR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar framkvæmda sameiginlega þjónustu- og viðhorfskönnun þar sem kannað var mat félagsmanna á þjónustu og viðhorfum þeirra til samstarfs við önnur félög. Framkvæmdin var í höndum Capacent og var úrtakið um tvöþúsund manns, en í úrtakinu voru bæði trúnaðarmenn og fulltrúar auk almennra félagsmanna.

Í ljós koma að félagsmenn SFR eru afar ánægðir með félagið sitt en tæp 80% sögðust ýmis mjög ánægðir eða frekar ánægðir með þjónustu skrifstofunnar. Heimasíðan fékk mjög góða einkunn en rúm 80% voru ánægð með hana.

Einnig var spurt um samstarf félaganna og í ljós kom að meirihluti félagsmanna (tæp 60%) er  hlynntur aukinni samvinnu við önnur félög innan BSRB. Flestir sjá aukin tækifæri til samvinnu í launa- og kjaramálum, orlofsmálum og fræðslu.

Þá var sérstaklega spurt um Blað stéttarfélaganna og viðhorf til sameiginlegrar útgáfu. Tæplega 70% voru ánægð með blaðið og rúmlega 80% vildu halda áfram sameiginlegri útgáfu.

Niðurstöður könnunarinnar munu sannarlega nýtast jafnt í einstökum verkefnum og í áframhaldandi samstarfi félaganna. Félagið þakkar þeim sem þátt tóku kærlega fyrir.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)