Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. október 2013

SFR leggur áherslu á aðkomu stéttarfélaganna

fjarlagafrumvarp - fundur a grandFélag forstöðumanna, Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála efndi til morgunverðarfundar í dag. Þar kynnti Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Árni Stefán Jónsson formaður SFR segir að á fundinum hafi fyrst og fremst komið fram almennar upplýsingar en það sé þó tvennt sem hann vilji sérstaklega benda á sem er mikilvægt fyrir félagsmenn SFR í náinni framtíð.“Í fyrsta lagi eru það áherslur ríkisstjórnarinnar um jöfnun kjara á vinnumarkaði, þ.e. samræmingu starfskjara milli opinberra starfsmanna og starfsfólks á almennum markaði. Þessu fagnar félagið að sjálfssögðu og býður fram krafta sína til að vinna að því markmiði. Enda hafi félagið bent á mismunun kjara síðast liðin ár m.a. með niðurstöðum launakannana.

Hitt atriðið er hin mikla áhersla ríkisstjórnarinnar á sameiningu stofnana og útvistun verkefna. SFR telur útvistun verkefna afar varasama aðferð til sparnaðar og hagræðingar. Fjölmörg dæmi sýna að slíkar aðgerðir skila í fæstum tilfellum þeirri fjárhagslegu hagræðingu sem stefnt er að.

Bjarni ben af facebookÞá er boðuð fækkun ríkisstofnana og er markmiðið að engin stofnun hafi  færri en 30 starfsmenn.  Ef þessari stefnu verður fylgt þarf samstarf og samráð við stéttarfélögin að vera alveg klárt,“ segir Árni. „Það er afar mikilvægt fyrir starfsmenn að stéttarfélögin fái formlega aðkomu að undirbúningi slíkra aðgerða. Það er grundvallaratriði.“

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)