Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. október 2013

Ráðstefna um Vinnuvernd

vinnuverndarráðstefna-24-ok

Fjölmenni er á ráðstefnu um Stefnumótun í vinnuvernd sem hófst nú um hádegið á Grand hótel. Markmið ráðstefnunnar er að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði og marka með því stefnu til framtíðar. Ráðstefnan hófst með ávarpi Eyglóar Harðardóttur ráðherra.

Í ávarpi sínu fagnaði ráðherra komandi stefnumótun og sagði afar áríðandi að hafa skýra sýn og markvissa stefnu í þessum málaflokki. Okkur er einnig mikilvægt að muna að, sagði Eygló, að vinnustaðir bera ríka ábyrgð á velferð starfsmanna sinna. Vandasamasti hlutinn er að gera stefnuna að menningu vinnustaðar. Þar þurfa allir að ganga í takt. Vinnuvernd snýr að öllum þáttum í vinnuumhverfinu og öllum þessum þáttum þarf að sinna. Eygló lagði áherslu á að velgengni vinnustaða ylti á starfsfólkinu og því væri góður aðbúnaður þeirra lykilatriði.

Að loknu ávarpi ráðherra verða nokkur stutt inngangserindi m.a. um samstarf atvinnulífs og Vinnueftirlits, skipulag vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, áhættumat á vinnustað, atvinnusjúkdóma og álag og vinnuslys – núll-slysastefnu. Að þeim loknum hefst umræða í vinnuhópum, en ráðstefnunni lýkur kl. 16.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)