Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. desember 2013

NSO formanna- og framkvæmdastjórafundur í Stokkhólmi

NSO stokkholmur

Árlegur desemberfundur NSO er nú haldinn í Stokkhólmi. Á fundinum er rætt um stöðuna á vinnumarkaði og þá krafta sem eru ríkjandi í rekstri almannaþjónustunnar. Formenn aðildarfélaganna og framkvæmdastjórar hafa í gær og í dag farið yfir stöðuna í hverju landi fyrir sig, en verkefni félagana eru að mörgu leyti með svipuðum hætti. Ríkisfjármál og fjárlög næstu ára eru ofarlega í hugum fundarmanna. Staðreyndin er sú að það er ekki bara niðurskurður á Íslandi heldur eru öll Norðurlöndin meira og minna í aðgerðum sem snúa að endurskipulagningu ríkisstofnana og niðurskurði í ríkisfjármálum. Ljóst er að öll félögin eru meira og minna komin í varðstöðu hvað varðar velferðarkerfi landanna. Sótt er að almannarétti og velferð úr mörgum áttu og ljóst er að verkefnin framundan eru ærin.

Hjá öllum aðildarfélögum NSO eru menntunarmál félagsmanna afar mikilvæg. Þróunin virðist vera sú í öllum löndunum að starfsmenn með háksólamenntun eru að koma inn í fleiri og fleiri störf, sem fram að þessu hafa ekki hafa verið skilgreind sem störf fyrir fólk með háskólamenntun. Stéttarfélögin eru sammála um nauðsyn þess að endurmeta og endurskoða menntunarmál félagsmanna og svara því hvernig félögin geti komið að uppbyggingu enn frekari menntunarmöguleika fyrir félagsmenn.

Lífeyrismál eru einnig ofarlega á baugi. Á Norðurlöndunum eru lífeyrismálin mjög til umræðu og er þá verið að tala um fyrirkomulag lífeyristöku og lífeyrisaldur. Til umræður hefur verið að hækka lífeyristökualdur og hefur sú hugmynd hlotið misjafnar undirtektir og spurt er um framkvæmdina og hvað slík breyting hefði í för með sér.

Á desemberfundi NSO eru hverju sinni lagðar línur fyrir ráðstefnu samtakanna sem haldin er í júní ár hvert. Á árinu 2014 verður ráðstefnan haldin í Svíþjóð. Yfirskrift hennar að þessu sinni er í framlögðum drögum; „Mikilvægasta verkefni Norðurlandanna er að styrkja opinbera stjórnsýslu“. 

Á ráðstefnunni verður Norræna velferðarmódelið skoðað út frá ýmsum hliðum, en aðal útgangspunkturinn verður einstök staða ríkjanna í alþjóðlegu tilliti. Staðreyndin er sú að norrænu ríkin hafa byggt upp sterkari velferðar- og velmegunarsamfélög en víðast hvar þekkist. Velferðin grundvallast á styrk ríkisins sem aftur leiðir til þess að allir innviðir samfélagsins hafa möguleika á að blómstra. Niðurstaðan er örugg og sterk ríkisheild þar sem hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)