Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. desember 2013

Styrkir til góðra málefna

skorinStjórn SFR ákvað á fundi sínum nýverið að í stað þess að senda jólakort þá myndi félagið styrkja nokkur góð málefni. Eitt þeirra er Samhjálp og tók Karl V. Matthíasson framkvæmdastjóri Samhjálpar við ávísun úr hendi formanns SFR, Árna Stefáns Jónssonar.

Karl segir að starf Samhjálpar sé mjög víðtækt og segja megi að starfsstöðvar þess séu sjö talsins. Það er kaffistofa Samhjálpar, gistiskýlið, Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal, þrjú áfangaheimili og svo félagsmiðstöð og höfuðstöðvar Samhjálpar í Stangarhyl 3. Á hverri nóttu sofa um 100 manns í skjóli Samhjálpar og eru langflest þeirra á leiðinni til betra og heilla lífs.

Dag hvern koma um 150 manns í heimsókn á kaffistofu Samhjálpar og þiggja þar mat án endurgjalds. Rekstur kaffistofunnar er mikill alla daga en einkum á þessum tíma sem nú er. Þá leggur Samhjálp meira til annarra skjólstæðinga sinna um jól og áramót þ.e. íbúa áfangaheimillanna sem hafa ekki úr miklu að moða. Karl segir að framlag SFR til Samhjálpar muni að sönnu nýtast til þessara verka og þakkar innilega fyrir þessa góðu gjöf.

Auk Samhjálpar styrkti SFR innnalandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar  og Rauða krossins, Amnesty international og Íþróttafélag fatlaðra.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)