Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. desember 2013

Ekki fyrirmynd að samningum opinberra starfsmanna

20131104-_MG_4116-EditASÍ og SA hafa nú undirritað kjarasamning sín á milli að loknum átakaviðræðum. Um er að ræða svokallaðan aðfararsamning sem mun fela í sér 2,8% launahækkun. Launataxtar undir 230.000 munu hækka um 1.750 kr. á mánuði og skulu lágmarkstekjur vera 214.000 frá 1. jan. 2014. Aðfararsamningurinn er til 12 mánaða og á því tímabili munu aðilar undirbúa gerð langtímasamnings sem tryggja á meiri stöðugleika. Ekki eru öll félög ASÍ þó sátt við samninginn og hafa fjögur þeirra neitað að skrifa undir.

Kjarasamningar SFR eru flestir lausir í lok janúar og eru viðræður þegar hafnar og ganga þær út á að gera samning til skamms tíma, m.a. vegna þess að menn vilja sjá betur hvað ríkisstjórnin ætlar sér, segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. Hann segir aðgerðirnar, sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti fyrr í vetur, koma við opinbera starfsmenn og það sé eitt af því sem þurfi að ræða við stjórnvöld.

Árni segir ljóst að samningur ASÍ og SA verði ekki fyrirmynd að samningum opinberra starfsmanna, í honum væri m.a. of lítil áhersla lögð á jöfnuð. „Við höfum verið með talsvert aðrar áherslur en hafa komið fram hjá hinum almenna markaði. Annars vegar höfum við sett fram mjög sterka kröfu um að laun á almennum markaði og laun opinberra starfsmanna verði samræmd. Munurinn er allt of mikill og við viljum að tekin verði skrefi í þá átt að draga úr honum. Hins vegar höfum við í undanförnum samningum verið að taka skref varðandi það að útrýma kynbundnum launamun. Í síðustu samningum, árið 2011, sömdum við um svokallaðan launapott sem fól í sér sérstaka leiðréttingu til kvennahópa. Við leggjum mikla áherslu á að því verki verði haldið áfram, því það bar árangur. Í launakönnun SFR í ár mældist kynbundinn launamunur 7%  hjá félaginu, sem er með því lægsta sem við höfum séð.“

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)