Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. desember 2013

Breytingar á tekjuskatti frá og með 1. janúar

Um áramót taka gildi breytingar á lögum um tekjuskatt. Í þeim felst m.a. hækkun persónuafsláttar og breytingar á tekjuviðmiði. Persónuafsláttur hækkar um áramót og verður kr. 50.498 á mánuði frá og með 1 janúar. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar því um liðlega 2 þúsund kr. á mánuði og nemur hækkunin 4,2%. Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars verða samkvæmt því 141.025 kr. á mánuði að tekjnu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega í lífeyrissjóð.

Örlítið lækkun og vart merkjanleg verður einnig á lægsta skattþrepinu (0,02%) og hækkun um sömu prósentu í því hæsta, en skattprósentan í miðþrepinu lækkar um 0,5%. Mánaðarleg tekjuviðmiðunarmörk þrepa verða því  290.000 kr. í fyrsta þrepi, 494.619 kr. í öðru þrepi og 784.619 kr. í þriðja þrepi fyrir tekjur ársins 2014.

Nánar má lesa um breytingarnar HÉR.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)