Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. janúar 2014

Trúnaðarmannafræðsla á vorönn 2014

Trmnam-des2013Trúnaðarmenn geta sótt sér fjölbreytt nám til að styrkja sig í að sinna verkefnum sem falla undir hlutverk trúnaðarmanna.

Fyrst ber að nefna grunnnám trúnaðarmanna sem SFR og St.Rv. halda sameiginlega, en það er 21 klukkustundar námskeið. 

Næst ber að nefna trúnaðarmannanám BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu (FA). Námið er byggt á tveimur námsskrám sem viðurkenndar hafa verið af mennta – og menningarmálaráðuneytinu. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs I eru samtals 81 klst. og skiptast á fjögur þrep. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs II eru samtals 61 klst. og skiptast á þrjú þrep. Sjá nánar hér í frétt á vef BSRB.

Síðan eru það styttri námskeið og fræðslumorgnar á undan fundum trúnaðarmanna.

Þau námskeið sem er búið að festa niður á vorönn eru:

  • Fræðslumorgunn – Starfsmaðurinn og breytingar – 15. jan. kl. 9:15-12:15 - skráning
  • SFR/St.Rv. – Grunnnám trúnaðarmanna 21. jan. - 23. jan. kl.9-16 - skráning á biðlista
  • SFR/St.Rv. – Grunnnám trúnaðarmanna 29., 31. jan., 5., 7., 12. og 14.feb. kl. 9-12:15 - skráning
    Skráningarfrestur er opinn til 15. janúar, en ennþá vantar upp á lágmarksskráningu.
  • BSRB/FA Trúnaðarmannanám I - 1. ÞREP, 3. feb.– 5. feb. Kl. 9-15:45 - skráning
  • BSRB/FA Trúnaðarmannanám I - 1. ÞREP, 17., 18. og 27. mars kl. 9-15:45 - skráning
  • BSRB/FA Trúnaðarmannanám I - 2. ÞREP, 7.  og 8. apríl kl. 9-15:45 - skráning

Öll námskeiðin eru kennd á Grettisgötu 89, 1. hæð.

Þá heldur Félagsmálaskóli alþýðu opin trúnaðarmannanámskeið sem byggja á námsskránum tveimur sem viðurkenndar hafa verið af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Trúnaðarmenn SFR geta skráð sig á þessi opnu námskeið ef að tíma- og staðsetningar henta þeim, sjá framboð opinna námskeiða hér.

-------------------------------------------------------------

Fræðslumorgunn – Starfsmaðurinn og breytingar

Á námskeiðinu er fjallað um dæmigerð einkenni, spurningar og viðbrögð starfsfólks þegar breytingar eru í nánd, eru að ganga í gegn, eða eru nýyfirstaðnar. Markmiðið er að styrkja og auka öryggi trúnaðarmanna og gera þá betur í stakk búna til að sinna hlutverki sínu á breytingatímum.

  • Fræðslumorgunn – Starfsmaðurinn og breytingar – 15. jan. kl. 9:15-12:15 - skráning

---------------------------------------------------------------

SFR/St.Rv. – Grunnnám trúnaðarmanna

Farið verður yfir starf og stefnu stéttarfélagsins. Fjallað er um hlutverk trúnaðarmanna og verkfærin hugarkort og lausnarleitarhringinn sem gott er að nota við úrlausnir mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna. Einnig þjálfun í að nýta sér verkfærin.  Farið verður í megininntak kjarasamninga félaganna og túlkun helstu atriða. Þjálfun í að vinna með kjarasamningana út frá raunverulegum dæmum. Einnig fjallað um vinnustaðamenningu. Farið verður yfir hvar finna má upplýsingar um kjaratengd mál og hvernig vinna má með samninga, kjarakannanir, lög og reglur. Fjallað verður um starfsmat, stofnanasamninga og launamyndandi þætti ásamt fleiru. Einnig er fjallað um tjáskipti, mótun sjálfsmyndar og áhrif hennar á hegðun.  Sett eru markmið um eigin þróun í hlutverki trúnaðarmanns.

  • SFR/St.Rv. – Grunnnám trúnaðarmanna 21. jan. - 23. jan. kl.9-16 - skráning á biðlista
  • SFR/St.Rv. – Grunnnám trúnaðarmanna 29., 31. jan., 5., 7., 12. og 14.feb. kl. 9-12:15 - skráning 
    Athugið! Enn eru laus pláss á hálfsdagsnámskeiðið og er skráningarfrestur opinn til 15. janúar, ef ekki næst lágmarksskráning fellur námskeiðið niður.

-------------------------------------------------------------------

BSRB/FA TR. I 1. ÞREP – tvær tímasetningar í boði

Dagur
Tími

mánudagur
3. febrúar

þriðjudagur
4. febrúar

miðvikudagur
5. febrúar

09:00 - 15:45

Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn Leiðbeinandi: Sigurður Magnússon

Trúnaðarmaðurinn - starf hans og staða Leiðbeinandi: Sigurlaug Gröndal

09:00-15:30 Samskipti á vinnustað Leiðbeinandi: Sigurlaug Gröndal

15:30 - 15:45

 

 

Námsmat og slit

Skráning: http://www.felagsmalaskoli.is/index.php/namskeidh?task=detail&id=357

Dagur
Tími

mánudagur
17. mars

þriðjudagur
18. mars

fimmtudagur
27. mars

09:00 - 15:45

Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn Leiðbeinandi: Sigurður Magnússon

Trúnaðarmaðurinn - starf hans og staða Leiðb.: Sigurlaug Gröndal

09:00-15:30 Samskipti á vinnustað Leiðb.: Sigurlaug Gröndal

15:30 - 15:45

 

 

Námsmat og slit

Skráning: http://www.felagsmalaskoli.is/index.php/namskeidh?task=detail&id=462

Stiklur um efnið

  • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum 
  • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð
  • Hvað einkennir góð og slæm samskipti á vinnustað

 

BSRB TR I 2. ÞREP

Dagur
Tími

mánudagur
7. apríl

þriðjudagur
8. apríl

09:00 - 15:45

Lestur launaseðla og launaútreikningar Leiðbeinandi: Guðmundur Hilmarsson

09:00 - 15:30 Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir

15:30 - 15:45

 

 Samantekt og mat á námi - slit

Skráning: http://www.felagsmalaskoli.is/index.php/namskeidh?task=detail&id=513

Stiklur um efnið

  • Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða
  • Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta 
  • Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna
  • Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim
  • Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)