Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. janúar 2014

Heppnir þátttakendur í viðhorfskönnun

- Flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga

Í lok nóvember fór í loftið viðhorfskönnun varðandi hvernig tekist hefur til með flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Könnunin var send til SFR félaga sem starfa hjá sveitarfélögum við málefni fatlaðra. 

Dregnir voru út sex heppnir þátttakendur þegar könnuninni var lokið og fengu tveir helgardvöl í orloshúsi SFR að eigin vali og 4 veiðikortið fyrir árið 2014.

  • Inga S. Invarsdóttir og Elínborg Þrastardóttir fengu helgardvöl í orlofshúsi SFR.
  • Friðgerður Bjarnadóttir, Kristín Steingrímsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir og Hrafnkell Ásmundsson fengu veiðikort fyrir árið 2014.

 

Svarhlutfallið var 37,25% en unnið verður með niðurstöðurnar núna á vorönn þar sem ráðgert er að heildarendurskoðun og mat fari fram á flutningi málaflokksins um mitt þetta ár en um síðastliðin áramót eru liðin þrjú ár frá því að málaflokkur fatlaðra flutti frá ríki til sveitarfélaga. Á þessum árum hafa orðið töluverðar breytingar á starfsumhverfi félagsmanna SFR sem starfa á þessum vettvangi. Má í því sambandi nefna ólíkar rekstraráherslur hjá nýjum atvinnurekendum, breytta stjórnunarhætti frá því sem áður var, ólík viðhorf varðandi menntunarmál starfsmanna og nýtt launakerfi, svo eitthvað sé nefnt.

Nú er vitað að við undirbúning á þessu heildarmati er verið að skoða rekstrarlegar forsendur og útkomu. SFR leggur áherslu á að starfsmannamálin verði ekki útundan í þessari skoðun. Því vildi félagið leggja fyrir þessa viðhorfskönnun þar sem félagið kallaði eftir viðhorfum félagsmanna til breytinganna sem orðið hafa á liðnum þremur árum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)