Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. janúar 2014

Staðan í efnahagsmálum og kjaramál á fundi trúnaðarmanna

Á fundi trúnaðarmanna nú í janúar var m.a. fjallað um efnahagsstöðuna í þjóðfélaginu, kjaramál og nýfallna dóma um vinnuréttarmál. Fundurinn var fjölmennur að venju og sköpuðust miklar og góðar umræður um málefni fundarins.

Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR sagði skuldir íslenska ríkisins vera enn miklar en þó væri ástandið ekki eins slæmt og sýndist. Atvinnuleysi hefur minnkað hratt og á vinnumarkaði mætti sjá góðar batahorfur. Hann sagði fjárlögin þó ekki segja alla söguna, þar væri m.a. ekki tekið inn í kostnaður við skuldaniðurfellingu né fyrirsjáanlegt tap á íbúðalánasjóði að ekki sé talað um greiðslur ríkissjóðs vegna lífeyrisjóðsskuldbindina sem mikið hefur verið rætt um. Þá ræddi Friðrik muninn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum og taldi 20-25 ára verðtryggðu lánin skynsamlegust, eins og staðan væri í dag.

Á fundinum ræddi Árni Stefán Jónsson formaður SFR stöðuna í kjarasamningsviðræðum og ítrekaði þar áherslur SFR á leiðréttingu launamunar milli almenna markaðarins og þess opinbera auk þess sem hann sagði að samninganefnd félagsins legði mikla áherslu á launapotta til að leiðrétta kynbundinn launamun, sú leið hefði nýst vel í síðustu samningum og kynbundinn launamunur hjá félaginu hefði farið niður í 7% í síðustu launakönnun. Þá sagði hann nýtt og betra verklag vera á samningsviðræðum nú en áður og það skilaði markvissari vinnubrögðum beggja aðila.

Þá reifaði Sonja Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB nokkra nýfallna dóma um vinnuréttarmál og sköpuðust miklar umræður um þá.

Að lokum var kosið í ályktunarnefnd sem er hluti af undirbúningi fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 26. mars næstkomandi.

IMG_5383

IMG_5393IMG_5367IMG_5373

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)