Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. febrúar 2014

TÖKUM ÞÁTT - STOFNUN ÁRSINS 2014

Í febrúar verður send út okkar árlega könnun Stofnun ársins til félagsmanna SFR. Í könnuninni verður spurt um starfsánægju, starfsanda, líðan fólks á vinnustað og launakjör. Þessi könnun er umfangsmesta árlega vinnumarkaðskönnun landsins, nær til um fimmtíu þúsund starfsmanna á opinberum og almennum vinnumarkaði, og hún er unnin í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og fjármálaráðuneytið.

Félagsmenn allir eru hvattir til að svara könnuninni, enda er það staðreynd að því fleiri sem svara því betri og áreiðanlegri verða upplýsingarnar.

Af hverju er könnunin mikilvæg?

Það er mjög mikilvægt, bæði fyrir starfsmenn, stéttarfélagið þeirra og vinnuveitendur að hafa góðar upplýsingar um starfsanda, launakjör og aðbúnað starfsmanna.

Niðurstöður könnunarinnar veita okkur hagnýtar upplýsingar sem nýtast starfsmönnum til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þær gefa stjórnendum tækifæri til að kortleggja stöðu vinnustaðarins. Hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur til að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra. Ekki síst er könnunin stéttarfélögunum mikilvæg til að kortleggja launaþróun félaganna  og breytingar á starfsumhverfi og starfsanda.


Happdrætti fyrir þá sem taka þátt

Allir félagsmenn SFR, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fá könnunina sem spurningalista í tölvupósti í janúar, en framkvæmdin er alfarið í höndum Capacent. Þeir sem svara könnuninni taka með því þátt í happdrætti, en vinningar eru m.a. flug með Icelandair, miðar á Air Waves tónleika o.fl.

Það er von okkar að starfsmenn og stjórnendur taki könnuninni vel og  niðurstöður hennar komi okkur öllum að góðu gagni.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi könnunina eða framkvæmd hennar vinsamlegast hafið samband  við Capacent Gallup í síma  540 1000  þar sem Tómas Bjarnason, Jakobína H. Árnadóttir  og Þórhallur Ólafsson veita nánari upplýsingar.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)