Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. mars 2014

Formaður SFR lýsir yfir undrun sinni vegna ummæla formanns fjárlaganefndar

Arni við skrifborð ...þungur a brunFélag forstöðumanna ríkisstofnanna og Stofnun stjórnsýslufræða stóðu í morgun fyrir ágætum morgunverðarfundi um áskoranir í ríkisrekstri og meginlínur opinbers rekstrar eftir hrun. Á fundinum fjallaði formaður fjárlaganefndar meðal annars um mikilvægi þess að fækka opinberum stofnunum þar sem um hundrað þeirra væru of litlar, með færri en 30 starfsmenn, og ættu því erfitt með að standa undir þeim skyldum sem þeim er ætlað að sinna.

Hún nefndi í þessu samhengi vel heppnaða sameiningu ríkisskattstofanna og tók fram að við þá sameiningu hafði engu starfsfólki verið sagt upp enda hafi verið bráðabirgðaákvæði í lögunum þessa efnis.

Árni St. Jónsson formaður SFR spurði af þessu tilefni að því hvort hún gæti svarað því hvort sambærilegri aðferðarfræði yrði beitt við þær sameiningar sem framundan eru innan hins opinbera en í fjárlagafrumvarpinu kom fram að þeim yrði fækkað um 50 á kjörtímabilinu.

Formaður fjárlaganefndar svaraði því til að hún hefði verið á móti því að setja ákvæði um að engu starfsfólki yrði sagt upp inn í frumvarpið og verið ein af þeim sem gagnrýndi fyrirkomulagið þar sem hún teldi að það vera tækifæri fyrir forstöðumenn við þessar aðstæður að geta fært fólk til í starfi eða segja því upp með það að markmiði að ráða hæft fólk til starfa þegar slíkar breytingar ættu sér stað. Engu að síður kom fram að við sameiningu sýslumannsembætta sem til stendur að verði að lögum á vorþingi verði farið sömu leið og hefur slíkt ákvæði, að hennar sögn, verið sett inn í frumvarpið.

Ljóst er að forstöðumenn hafa í dag heimild skv. 19. grein laga nr. 70/1996 til þess að færa fólk til í starfi þegar um skipulagsbreytingar er að ræða og er því ekki nauðsynlegt að segja starfsfólki upp til að nýta hæfni og þekkingu þess sem best innan starfseminnar. Þessi rök duga því ekki.

Formaður SFR lýsir yfir undrun sinni vegna ummæla formanns fjárlaganefndar og þeirri hugmyndafræði sem ummælin endurspegla. Mikilvægt er að fulltrúar ríkisstjórnarinnar tali ekki opinbera starfsmenn niður og er slíkur málflutningur þeim ekki til sóma.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)