Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. mars 2014

BSRB gerir samkomulag við ríkið

BSRB og samninganefnd ríkisins undirrituðu í gærkvöld samkomulag í húsnæði ríkissáttasemjara. Samkomulagið fjallar um þau sameiginlegu mál sem aðildarfélög BSRB höfðu falið bandalaginu að semja um.

Þar er m.a. fjallað um forsendur kjarasamninga og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Þá eru aðilar sammála um að farið verði í að þróa aðferðafræði við að meta laun og launaþróun á opinberum og almennum vinnumarkaði. Þegar niðurstöður slíkrar vinnu liggja fyrir munu aðilar samkvæmt samkomulaginu taka til umfjöllunar með hvaða hætti sé hægt að nýta þá aðferðafræði til að draga úr launamun á milli markaða og með hvaða hætti samspil launaákvarðana á almennum og opinberum vinnumarkaði verði metið svo launaþróun milli markaða haldist í hendur.

bsrb-undirritun

Einnig er fjallað sérstaklega um endurskoðun á málefnum vaktavinnufólks í samkomulaginu. Er þar sérstaklega átt við þá sem vinna styttri vaktir, oft nefndar stubbavaktir, og eru jafnvel kallaðir til starfa oftar en einu sinni á sólarhring. Aðilar samkomulagsins eru sammála um að slíkt sé íþyngjandi fyrir starfsmenn umfram það sem almennt gerist. Samkomulagið felur því í sér að á samningstímanum muni aðilar þess kanna forsendur hjá þeim stofnunum sem um ræðir og leita leiða til úrbóta og koma til móts við þá starfsmenn sem þetta snertir. Fjármálaráðuneytið mun á næstunni senda þeim stofnunum sem um ræðir bréf þar sem fram koma tilmæli ráðuneytisins til stofnanna hvað þetta varðar.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)