Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. mars 2014

Samninganefnd SFR undirritaði samning við ríkið

undirritun-rikiðSFR stéttarfélag í almannaþjónustu skrifaði undir kjarasamning við ríkið seint í gærkvöld. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir að hluta til á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðar með 2,8% launahækkun eða 8 þúsund frá og með 1. mars 2014. Á launataxta sem eru lægri en 230.000,- komi þó sérstök hækkun til viðbótar um 1.750,-

 

Þá var samið um tvær eingreiðslur, 14.600 við samþykkt kjarasamnings og 20 þúsund í lok samnings 1. apríl 2015, vegna gildistíma samnings. Orlofsuppbót verður 39.500,- og persónuuppbót (desember) verður 73.600,- en það er hækkun upp á 32.300. Einnig er að finna í samningnum ýmis mikilvæg atriði sem SFR hefur lagt áherslu á í sinni kröfugerð s.s. varðandi vaktavinnu, nám, starfsþróun og ferðir til og frá vinnu. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum um allt land á næstu dögum og verður það auglýst nánar síðar. Atkvæðagreiðslu um samninginn mun ljúka fyrir miðjan apríl.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)