Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. apríl 2014

SFR félagar hjá Isavia í verkfall

Arni við skrifborð ...þungur a brunNú stendur yfir samningafundur SFR, FFR og LSS við Isavia þar sem þess verður freistað að ná samningum áður en verkfall skellur á í nótt.  Að sögn Árna Stefáns Jónssonar formanns SFR var hljóðið í mönnum á fundi samninganefndanna síðastliðinn föstudag örlítið betra en undanfarið, en þó hafi ekki fundist grundvöllur á því að funda um helgina. Nú klukkan tíu hófst hins vegar samningafundur aðila að nýju þar sem gerð verður lokatilraun til þess að ná saman áður en verkfall hefst og flugumferð stöðvast í nótt.

Mikill hugur er í starfsmönnum Isavia en stór meirihluti þeirra samþykkti verkfall (88%), sem mun ná til alls 450 starfsmanna á flugvöllum um land allt. Starfsmennirnir sem um ræðir eru m.a. öryggisverðir á Keflavíkurflugvelli, skrifstofufólk og starfsmenn í björgunar- og viðbragðsþjónustu á flugvöllum um allt land, en starfsmennirnir tilheyra ýmist félagi  flugmálastarfsmanna ríkisins, SFR stéttarfélagi eða Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vinnustöðvun þessara aðila þýðir í raun að öll flugumferð á landinu mun stöðvast á þeim tíma sem verkfallið stendur yfir. Mest áhrif munu þó væntanlega verða á Keflavíkurflugvelli en búast má við að allt flug þar stöðvist á milli klukkan fjögur til níu að morgni þriðjudagsins 8. apríl.

 

 

Verkfallsaðgerðirnar framundan:

Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00 þriðjudaginn 8. apríl 2014 munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf. leggja niður störf.

Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00 miðvikudaginn 23. apríl 2014 munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf. leggja niður störf.

Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00 föstudaginn 25. apríl 2014 munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf. leggja niður störf.

 Allsherjarverkfall þann 30. apríl

Klukkan. 04:00 þann 30. apríl 2014 hefst allsherjarverkfall allra félagsmanna félaganna hjá Isavia ohf sem mun standa þar til annað verður ákveðið.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)