Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. maí 2014

Fjölmennur fundur starfsmanna í verkfalli

Félagsmenn SFR og Sjúkraliðar í verkfalli hittust á fjölmennum fundi nú laust eftir hádegi, en verkfall þeirra hefur staðið í allan dag. Verkfallsverðir hafa tilkynnt um nokkur verkfallsbrot en undanþágunefnd fundar nú og fer yfir vafamál. Verkfalli lýkur nú klukkan fjögur í dag en næstu aðgerðir verða ef ekki um semst á miðnætti mánudaginn 19. maí frá kl. 00-24 og síðan hefst allsherjarverkfall allra félagsmanna SFR hjá SFV fimmtudaginn 22. maí kl. 6 um morguninn.

Á síðustu fundum samninganefnda hefur mikið borið á milli, og eftir að fundi sáttasemjari sleit fundi í gær, hefur ekki verið boðið til nýs fundar. Þó er gert ráð fyrir að samninganefndirnar hittist um helgina. Meginkröfur SFR og Sjúkraliðafélagsins eru að þeir félagsmenn sem starfa á stofnunum innan SFV haldi sambærilegum réttindum og opinberir starfsmenn. Einnig er þess krafist að jafnlaunaátakið sem kvennastéttir innan heilbrigðisstofnana ríkisins fengu frá á síðasta ári skili sér inn í samninga SFV.

IMG_8410 (Copy)IMG_8407IMG_8402 (Copy)IMG_8401 (Copy)

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)