Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. maí 2014

Stofnun ársins valin

Stofnun ársins 2014 (40) SFR allar stofnanir (Copy

Rétt í þessu voru kynntar niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins 2014 í Hörpunni.

Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki:

Sjálfsbjargarheimilið er sigurvegari í flokki stórra stofnana með fleiri en 50 starfsmenn.  Einkaleyfastofan er stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana þar sem starfsmenn eru 20-49.  Héraðsdómur Suðurlands bar sigur út býtum í flokki stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20.

Hástökkvarinn í ár, eða sú stofnun sem hækkaði sig mest á milli ára er Sýslumaðurinn á Blönduósi en hann hækkaði sig um heil 43 sæti.

Í hverjum flokki hlutu efstu stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun. Í flokki stærstu stofnana voru valdar fimm fyrirmyndarstofnanir. Þær eru auk Sjálfsbjargarheimilisins, Ríkisskattstjóri, Sérstakur saksóknari, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

Í flokki meðalstórra stofnana eru fyrirmyndarstofnanirnar einnig fimm að þessu sinni, þ.e. Einkaleyfastofa ásamt Menntaskólanum á Tröllaskaga og LandmælingumMenntaskólanumLaugarvatni og Skipulagsstofnun.

Í flokki minnstu stofnananna voru fyrirmyndarstofnanirnar þrjár, þ.e. Héraðsdómur Suðurlands og Hljóðbókasafn ásamt Sýslumanninum á Siglufirði.

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu óskar starfsmönnum og stjórnendum þessara stofnana innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og óskar þeim öllum bjartar framtíðar.

 Þetta er í níunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af Capacent í samstarfi við VR, St.Rv. og fjármálaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Rúmlega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda og er val á Stofnunum ársins byggt á svörum tæplega 14.000 opinberra starfsmanna.

Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Niðurstöður könnunarinnar í ár sýna að mat starfsmanna á öllum þáttum hefur hækkað lítillega, nema þátturinn sem mælir ánægju með launakjör. Þar er enn talsverður munur á milli opinberra starfsmanna og félagsmanna VR ef kannanir félaganna eru bornar saman.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að stærri stofnanir fá lakari útkomu en þær minni á öllum þáttum. Þegar bornar eru saman stærstu og minnstu stofnfanirnar munar miklu þeim stærri í óhag. Mikill munur er á þeirri einkunn sem starfsmenn minni stofnana gefa í flestum þáttum og starfsmenn þeirra stærri. Þetta á sérstaklega við um ímynd stofnunar, trúverðugleika stjórnenda, vinnuskilyrði og sveigjanleika.

Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar má sjá hér.

 Stofnun ársins 2014 (43) SFR allar stofnanir (Copy

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)