Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

31. maí 2014

Laxveiðileyfi til sölu í Norðurá fyrir gesti í Munaðarnesi

Félagsönnum sem gista í Munaðarnesi á komandi sumri býðst að kaupa laxveiðileyfi í Norðurá og hafa til þess forgang til og með 2. júní. Eftir það opnast salan á alla félagsmenn BSRB. Hálfur dagur kostar kr. 3.500 og eru seldar tvær stangir á svæðið og er leyft að veiða á allt agn.

Veiði hefst 9. júní og hefur ROM annan hvern dag til umráða/sölu á mót Eflingu stéttarfélagi. Veitt er frá 7.00 – 13.00 og/eða frá 16.00-22.00. 

ROM mun lána öryggisvesti og gerir það að skilyrði að börn sem eru við veiðar noti slík vesti.

Til að panta og ganga frá veiðileyfi:

  • Senda póst á netfang rekstraraðila Þjónustumiðstöðvar í Munaðarnesi - borkur@gbf.is
  • Greiða fyrir 2. júní
  • Sýna útprentaða kvittun hjá rekstaraðila/þjónustumiðstöð við komu og fá þá veiðileyfi og kort af svæðinu.

Nánari upplýsingar um veiðisvæði, veiðistaði, svæðaskiptingar og veiðivörslu munu liggja fyrir þegar veiðileyfi verða afgreidd í Þjónustumiðstöð.

Þeir sem ekki greiða pöntuð leyfi fyrir 2. júní, detta sjálfkrafa út af pöntunarlistanum og leyfin verða boðin öðrum.

Leigjendur á hverjum tíma geta keypt laus leyfi ef áhugi er fyrir og eitthvað er laust, gegn staðgreiðslu.

Með sumarkveðju,
Stjórn ROM

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)