Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

10. júní 2014

Fulltrúar SFR ræða opinbera stjórnsýslu á NSO ráðstefnu

Á ráðstefnu NSO í Svíþjóð eru stéttarfélög opinberra starfsmanna á Norðurlöndunum saman komin til þess að ræða góða opinbera stjórnsýslu og verðmæti hennar. Finnski sérfræðingurinn dr. Hanna Kuusela fjallaði þar meðal annars um um ráðgjafalýðræðið og hvernig og hvort það gerir ríkið óskilvirkt og hvort það dragi úr þekkingu innan stjórnsýslunnar.

Formaður Hk/stat í Danmörku fjallaði einnig um notkun á utanaðkomandi ráðgjöfum hjá ríkinu og vandann því tengdu. Erindi Íslands fjallaði um veikleika íslenskrar stjórnsýslu, stefnu núverandi stjórnvalda og þær hættur sem það kann að skapa fyrir almannaþjónustuna.  Færeyingar fjölluðu einnig um hlutverk stjórnandans og hvaða áhrif það hefur þegar stjórnmálamenn taka völdin innan stjórnsýslunnar og fagleg vinnubrögð er ekki virt.

Hanna Kuussela
Dr. Hanna Kuussela

 

hopurinnn

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)