Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. september 2014

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Ás - frestur framlengdur

Búið er að framlengja frest til að greiða atkvæði um kjarasamning SFR og Áss fram til fimmtudagsins 4. september kl. 11. Við hvetjum félagsmenn SFR hjá Ás til að kynna sér efni kjarasamningsins hér og greiða atkvæði sem fyrst.

Atkvæðagreiðslan er rafræn og því er smellt hér og sett inn lykilorð sem félagsmenn fengu sent í bréfapósti.

Áramótin 2010 - 2011 var málaflokkur málefna fatlaðra fluttur frá ríki til sveitarfélaga.  Nýr kjarasamningur SFR og Ás styrktarfélags tekur nú mið af þessum breyttu aðstæðum og er nú til samræmis við kjarasamning SFR og Reykjavíkurborgar.

 

Helstu atriði nýs kjarasamnings

  • Ný launatafla og grunnröðun starfa til samræmis við kjarasamning SFR og Reykjav.b.

Orlofs- og desemberuppbætur

  • Orlofsuppbót í júní 2014 verður kr. 39.500 m.v. fullt starf og starfstíma. Hækkar um kr. 10.800
  • Desemberuppbót 2014 verður kr. 79.500 m.v. fullt starf og starfstíma. Hækkar um kr. 27.400

Tvær eingreiðslur

  • Eingreiðsla við samþykkt samnings kr. 14.600 miðað við fullt starf í apríl og í starfi 1. maí 2014.
  • Eingreiðsla þann 1. febrúar 2015 kr. 20.000 miðað við fullt starf í desember 2014.

Starfsnám stuðningsfulltrúa

  • Grunnnám stuðningsfulltrúa er metið til 2 launaflokka hækkunar
  • Framhaldsnám stuðningsfulltrúar er metið til 1 launaflokks hækkunar

Framhaldsnám félagsliða.

  • Félagsliði er lokið hefur framhaldsnámi félagsliða fær 3 launaflokka hækkun.

Hér að neðan má sjá nýja grunnröðun starfa sem er til samræmis við starfsmat Reykjavíkur.  Annar launaframgangur er einnig til samræmis við kjarasamning SFR og Reykjavíkurborgar.

Starfsheiti Ás

Grunnlaunaflokkur

Stuðningsfulltrúi

135

Félagsliði

138

Stuðningsfulltrúi með háskólapróf er nýtist í starfi.

154

Matráður

142

Launafulltrúi

156

Gjaldkeri

144

Fulltrúi skrifst.

138

Umsjónarmaður

150

Deildarstjóri

163

 

Laun hækka að lágmarki um 2.8% við þennan samning en hækkun getur í ákveðnum tilvikum verið allnokkru meiri vegna samræmingar á launasetningu við kjarasamning SFR og Reykjavíkurborgar.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)