Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. september 2014

Fjölbreytt námskeiðsflóra haustsins hjá Starfsmennt

Starfsmennt_kikir_hringur_midÍ nýju veffréttabréfi Fræðslusetursins Starfsmenntar er námskeiðsflóra haustsins kynnt en hún er að venju fjölbreytt og flestir ættu að finna þar eitthvað fróðlegt sem nýtist í starfi. Boðið er upp á löng og stutt námskeið um allt land og búnir til heilu stofnanaskólarnir í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk. Þjónustan miðar að því að gera vinnustaðinn betri með markvissri starfstengdri símenntun og ráðgjöf um eflingu mannauðs. Hér má sjá nýjustu auglýsingu Starfsmenntar um hvaða starfshæfni er lögð áherslu á, með hvaða starfsgreinum er unnið og hvernig stofnanaskólar eru hannaðir.

Að venju er öll þjónusta Starfsmenntar félagsmönnum SFR að kostnaðarlausu, oft í samstarfi við ýmsa fræðslu- og mannauðssjóði. Allar upplýsingar má finna á www.smennt.is þar sem skráningar fara fram og svo svara starfsmenn fúslega öllum fyrirspurnum í síma 550-0060.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)