Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. september 2014

Blað stéttarfélaganna í prentun

31597-sept-2014-proof-NET-1Blað stéttarfélaganna er nú í prentun og verður dreift til félagsmanna SFR og St.Rv. fljótlega eftir helgina. Í blaðinu eru m.a. kynntar niðurstöður launakannanna félaganna, en einnig verður opnað fyrir niðurstöðurnar á heimasíðum félaganna á mánudagsmorgninum 15. september. Auk þess er í blaðinu ítarleg lýsing á þeim Gott að vita námskeiðum sem standa félagsmönnum til boða á haustmisseri. Athugið þó að skráning fyrir námskeiðin hefst 17. september næstkomandi kl. 9, en upplýsingar má einnig fá á netinu.

Blað stéttarfélganna er óvenju þykkt að þessu sinni og auk þess sem hér að ofan er talið fjallar Halldór Gunnarsson um endurskoðun starfsmats, Alma L. Jóhannsdóttir um ágreining á vinnustöðum og Auður Alfífa Ketilsdóttir skrifar um umhverfismál á mannamáli.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)