Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. september 2014

Launakönnun SFR 2014 niðurstöður

Launkönnun-forsíðumynd-hrein-lítilLaunakönnun SFR kemur nú út áttunda árið í röð.  Könnunin er gerð í samstarfi við VR og St.Rv.  og er unnin af Capacent Gallup. Launakönnunin er ein stærsta og veigamesta launa- og vinnumarkaðskönnun landsins.

Niðurstöður launakönnunar SFR 2014 sýna m.a. að heildarlaun félagsmanna hækkuðu um 7% frá síðustu könnun. Það þýðir að meðalheildarlaun SFR félagsmanna hafa á tímabilinu hækkað umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir sem almennt voru rúmlega 3%, umfram vísitölu neysluverðs sem var 3,1% á tímabilinu og einnig umfram launavísitölu ríkisstarfsmanna sem var 5,6%  á þessu tímabili. Þetta er vissulega jákvæð þróun.

Launaþróunin á tímabilinu frá janúar 2013 til janúar 2014 hefur því verið jákvæð. Það er hins vegar áhyggjuefni að nú eykst kynbundin launamunur á milli kannana. Hann mældist 7% í fyrra  en mælist 10% nú. Þetta sýnir að hvergi má slaka í baráttunni fyrir launajafnrétti. Nánari niðurstöður má lesa hér.

 

 

 

 
 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)