Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. september 2014

Fjölmennum í Loftslagsgönguna 21. sep.

Þann 21. september mun almenningur fylkja liði um allan heim til að krefjast þess að gripið verði til raunverulegra aðgerða til að hefta útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur boðið leiðtogum þjóðríkja heims til fundar í New York þann 23. sept. til þess að liðka fyrir að samkomulagi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verði náð á næstu loftslagsráðstefnu SÞ í París í lok árs 2015.

climate change walk

Til þess að undirstrika kröfur okkar um að stjórnvöld axli ábyrgð, taki ógnina sem felst í loftslagsbreytingum alvarlega og grípi til aðgerða, munum við taka þátt í þessum alheimsviðburði með kröfugöngu og útifundi í Reykjavík.

Safnast verður saman við hið svokallaða „Drekasvæði“ klukkan 14.00, sem staðsett er á horni Njálsgötu, Frakkastígs og Kárastígs og labbað sem leið liggur niður á Austurvöll. Allir eru hvattir til að koma með heimatilbúin skilti eða borða með eigin kröfum, hljóðfæri eða annað sem gerir þetta að áberandi atburði sem ekki er hægt að hundsa!

Meðal þeirra sem standa að göngunni er sannkölluð breiðfylking: Vefritið Grugg,Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd umhverfisverndarsamtökBreytendur - Changemaker IcelandUngir umhverfissinnar og fleiri einstaklingar og samtök.

Um kvöldið munu svo Breytendur standa fyrir loftslagstónleikum með frábæru listafólki í Hellinum úti á Granda. Húsið opnar 18.30 og tónleikarnir byrja 19.00.
https://www.facebook.com/events/1488650648061146/?notif_t=plan_user_invited 

Hægt er að lesa nánar um göngur og atburði á 
www.peoplesclimate.org/march
og á
https://secure.avaaz.org/en/join_to_change_everything_rb/?pv=369&rc=fb

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)