Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. október 2014

Laun á opinberum markaði enn 17 prósent lægri

SFRlogo_midjad minnaHluti mikilvægra niðurstaðna í launakönnun SFR er samanburður á launaþróun á milli félaga, þ.e. SFR og St.Rv. sem tilheyra opinberum vinnumarkaði og VR sem tilheyrir þeim almenna. Niðurstöður könnunarinnar nú í ár sýnir okkur að launabilið á milli markaða hefur ekki minnkað og engar vísbendingar eru um að svo verði.

Mikill munur er enn á grunnlaunum félaganna, þar sem meðalgrunnlaun SFR félaga eru rúmar 333 þúsund en meðalgrunnlaun VR eru rúmlega 505 þúsund eða tæplega 200 þúsund. Þegar heildarlaunin eru skoðuð er munurinn hins vegar mun minni, eða 398 þúsund hjá SFR á móti 542 þúsund hjá VR. Í báðum tilfellum er um að ræða uppfærð laun fyrir 100% vinnu. Þessi mikli munur á grunnlaunum og heildarlaunum skýrist á afar mismunandi samsetningu launa. Það er ekkert launungarmál að grunnlaunum opinberra starfsmanna er haldið niðri og þeim bætt lágu launin að hluta til með aukagreiðslum, s.s. óunninni  yfirvinnu, eins og rætt hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þrátt fyrir þetta stendur eftir að launamunur á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði er 17%.

Það kemur því kannski ekki á óvart að ánægja starfsmanna með laun er afar misjöfn eftir því hvort þeir tilheyra opinberum eða almennum markaði, eða 50% ánægja VR félaga á móti 18% ánægju SFR félaga.

Það er einnig athyglisvert í niðurstöðum launakönnunarinnar í ár að launamunur kynjanna hjá SFR stéttarfélagi er mun hærri en hjá fyrirtækjum á almennum markaði, eða rúm 13% hjá VR og 21% hjá SFR ef heildarlaun eru skoðuð. Munurinn er tæp 9% hjá VR og tæp 10% hjá SFR ef einungis eru skoðuð kynbundinn  launamunur (þ.e. leiðréttur)

Nánar um niðurstöður launakönnunar SFR og samanburð milli félaga.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)