Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. október 2014

Ferðalangar athugið - Hvalfjarðargöngin lokuð

Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna malbikunar í hálfan þriðja sólarhring núna í októbermánuði. Þetta er lengsta samfellda lokun ganganna frá upphafi og reyndar í fyrsta sinn sem slitlag er endurnýjað á akbrautum þar frá því þau voru opnuð í júlí 1998. Upprunalegt malbik endist þannig margfalt betur en ráð var fyrir gert.

Göngunum verður lokað kl. 20 að kvöldi föstudags 17. október og þau verða opnað að nýju fyrir umferð kl. 6 að morgni mánudags 20. október.

Lokað hefur verið fyrir umferð nokkrar nætur á hverju ári vegna viðhalds og hreingerningar og einu sinni var lokað í fáeinar klukkustundir á laugardegi vegna almannavarnaæfingar.

Nú verður að loka lengur en áður og samfellt dag og nótt á meðan á verki stendur. Það er óhjákvæmilegt og er tilkynnt nú, með mánaðarfyrirvara, til að vegfarendur frétti strax af lokuninni og geti gert ráðstafanir í tíma ef þurfa þykir.

Spölur mun svo minna á lokunina í auglýsingum þegar nær dregur.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)