Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. október 2014

Námskeið: Upplýsingaréttur almennings - Jafnréttislögin

Tvö námskeið ætluð stjórnendum og starfsfólki hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga
Stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir þá sem starfa á landsbyggðinni.

Kennari á báðum námskeiðum er Kjartan Bjarni Björgvinsson lögfræðingur hjá EFTA dómstólnum. Hann hefur fengið afburða umsagnir þátttakenda í fyrri námskeiðum.

Forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

1. Upplýsingaréttur almennings; Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 140/2012

haldið miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 08.30-12.30

Þátttökugjald kr. 13.900,- .
Skráning á námskeið
Frekari upplýsingar um námskeiðið
Markhópur: Einkum ætlað stjórnendum og starfsfólki ríkis og sveitarfélaga sem vinna þurfa úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og þeim sem þurfa að leysa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum skv. lögunum. Einnig fjölmiðlamenn og fræðimenn sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.


2.  Jafnréttislögin og áhrif þeirra á vinnumarkaði
haldið fimmtudaginn 30. október kl. 8.30-12.30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ, Stakkahlíð, stofu 101 - Hamar
.
Þátttökugjald kr. 13.900,-.

Skráning á námskeiðið
Frekari upplýsingar  
Í námskeiðinu verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
-        Hvaða áhrif hafa lögin á ráðningar og í hvaða tilvikum ber að veita öðru kyni forgang til starfs? Gildir forgangsreglan í einhverjum öðrum tilvikum?
-        Hvað er fólgið í beinni og óbeinni mismunun?

-        Hvernig ber að skilgreina sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf?
-        Hvernig fer um meðferð jafnréttismála fyrir kærunefnd jafnréttismála og dómstólum?
-        Eru íslensk lög, dómar og úrskurðir að einhverju leyti í ósamræmi við reglur EES-réttar um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna?


Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Gimli við Sæmundargötu , 101 Reykjavík.

Netfang stofnunarinnar:
stjornsyslaogstjornmal@hi.is
Vefsetur: www.stjornsyslustofnun.hi.is- heimasíða stofnunarinnar
www.stjornmalogstjornsysla.is - veftímarit
www.nyskopunarvefur.is- vefur um nýsköpun í opinberri þjónustu

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)