Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. október 2014

Ljósmyndasýning: 30 ár frá verkfalli

1. Verkfall BSRB 1984Á vef BSRB kemur fram að fyrir réttum 30 árum síðan lauk allsherjarverkfalli BSRB og af því tilefni var sýning á ljósmyndum sem Helgi Jóhann Hauksson tók í verkfallinu opnuð kl. 14 í dag, fimmtudaginn 30. október, á 1. hæð í húsi BSRB að Grettisgötu 89. Helgi Jóhann ljósmyndari tók um 1500 ljósmyndir á meðan verkfallinu stóð og voru filmurnar glataðar í fjölda ára en komu í leitirnar ekki alls fyrir löngu. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-17 fram að áramótum.

Valdar myndir hanga upp í veggjum en auk þess gefst gestum tækifæri til að glugga í möppur með myndunum og athuga hvort það þekkir einhver andlit og merkja jafnvel inn nöfn þar sem vantar. Á opnuninni óskaði Helgi Jóhann eftir stuttum sögum af því hvernig fólk upplifði verkfallið, hægt er að senda sögur til hans á netfangið helgi.johann@internet.is .

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)