Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. nóvember 2014

Undirbúningur vegna kjarasamninga hafinn

Arni við skrifborð ...þungur a brunUndirbúningur vegna næstu kjarasamninga er hafinn hjá SFR. Árni Stefán Jónsson, formaður félagsins hefur af því tilefni m.a. heimsótt vinnustaði til þess heyra áherslur félagsmanna og ræða kjarasamningana framundan, en flestir samningar félagsins eru lausir í apríl 2015. Árni segir fólk hafa sterkar skoðanir á kjaramálunum og honum sýnst þetta geta orðið erfiðir samningar framundan. „Það er ljóst að við munum leggja ofuráherslu á jöfnun launa starfsmanna á opinberum markaði og þess almenna. Þá finnst mér einnig mikið áhyggjuefni að enn skuli mælast kynbundinn launamunur hjá ríkinu. Þann launamun viljum við einnig burt.“

Í aðdraganda síðustu samninga var m.a. rætt um að næstu samningar yrðu mögulega til lengri tíma en vanalega, en Árni Stefán segist ekki sjá hvernig það gæti orðið mögulegt miðað við stöðuna í dag. Hann segir erfitt að treysta þeim stjórnvöldum sem nú séu við völd og því búist hann frekar við stuttum  samningstíma og jafnvel átökum. Árni segir SFR félaga hafa beðið lengi eftir launajöfnun við almenna markaðinn.. „Ef sú leiðrétting fæst ekki við samningaborðið finnst mér meiri líkur en minni á því að það verði látið sverfa til stáls. Þannig er hljóðið í okkar fólki,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.

Aðspurður um það hvernig hann teldi mögulegt að jafna laun ríkisstarfamanna við almenna markaðinn meðan svo litlir peningar væru í ríkiskassanum sagði hann það alveg ljóst að þetta væri spurningin um forgangsröðun. „Við höfum horft á þessa ríkisstjórn ýta frá þér stórum tekjuöflunarleiðum eins og frægt er orðið og nú síðast boða þeir skattalækkanir. Þetta er ekkert annað en tekjuskerðingar á ríkissjóði sem stjórnin hefur valið sér. Þessu þarf að snúa til baka. Það er lífsnauðsynlegt fyrir samfélagið að hið opinbera hafi efni á því greiða sínu góða starfsfólki mannsæmandi laun. Það er eitt grundvallaratriði vel virkandi velferðarkerfis.“

 Bjarkarárs - Ás styrktarfélag

Bjarkarás Ás styrktarfélag2

Íbúðalánasjóður

Íbúðalánasjóður

Vinnumálastofnun og Umboðsmaður skuldara

Vinnumálastofnun og Umboðsmaður skuldara

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)