Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. desember 2014

Jólafundur trúnaðarmanna

Jólafundur trúnaðarmanna var haldinn í vikunni og að venju var slegið á örlítið léttari strengi en venjulega. Þar hélt séra Bjarni Karlsson erindi um það hvað væri kynferðislega aðlaðandi, en hann hefur nám í kynlífssiðfræði að baki. Í erindi sínu fjallaði hann meðal annars um ýmsa þá þætti í menningu okkar sem gera karla stressaða og konur uppgefnar og gaf góð ráð til að létta á stressinu. Erindi Bjarna féll í góðan jarðveg enda sjónarhorn ekki bara óvenjulegt heldur líka hans létt og skemmtilegt.

Sif Sigmarsdóttir rithöfundur las upp úr bók sinni Freyjusaga – Djásn og Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi naglbítur eða Villi vísindamaður kynnti nýja vísindabók og fjallaði um mikilvægi forvitni og tilrauna, bæði fyrir börn og fullorðna.

Þá kynnti Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stöðuna í kjaramálum og að lokum fengu trúnaðarmenn afhenta jólagjöf frá félaginu og þáðu heitt súkkulaði og kökur.

 

jolafundur-allir

jolafundur-arnijolafundur-bjarnijolafundur-sifjolafundur-villi

 

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)