Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. janúar 2015

Námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn ríkisstofnana

Forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Félag forstöðumanna ríkisstofnana býður upp á:

Sex vikna námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga
26. janúar- 4. mars 2015  
(Einnig í boði í fjarnámi)

Í ellefta skiptið bjóða forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála upp á sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt fyrir þá starfsmenn ríkisins (ráðuneyta og ríkisstofnana) og starfsmenn sveitarfélaga, sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni. Nemendur munu hlýða á fyrirlestra, taka þátt í umræðum og lesa kennslurit. Eftir atvikum verður varpað upp stuttum raunhæfum verkefnum sem farið verður sameiginlega yfir í tímum.

- Umsjónarmaður og aðalkennari er Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Aðrir kennarar eru Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis, Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingi.

- Kennt verður í alls 54 kennslustundir, í 12 skipti tvisvar í viku að jafnaði á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 13:00- 16:00. Í þriðju viku námskeiðsins er þó kennt þriðjudag og miðvikudag, 10. og 11. febrúar. Námskeiðið hefst 26. janúar og lýkur 4. mars. Þátttökugjald er kr. 54.900, -.
- Kennsla fer fram í húsnæði Endurmenntunar HÍ við Dunhaga.  

Skráning á námskeiðið <http://stjornsyslustofnun.hi.is/node/679

Kennsluáætlun námskeiðsins (pdf) <http://stjornsyslustofnun.hi.is/sites/stjornsyslustofnun.hi.is/files/kennsluaaetlun_stjornsyslurrettur2015_0.pdf

Nánari upplýsingar um námskeiðið <http://stjornsyslustofnun.hi.is/node/678>

Á námskeiðinu verður farið yfir málsmeðferðarreglur sem notaðar eru við töku stjórnvaldsákvarðana á fyrsta stjórnsýslustigi. Helstu lög sem kennd verða eru: Stjórnsýslulög nr. 37/1993 og upplýsingalög nr. 140/2012. Einnig er vikið að lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og gerð grein fyrir óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttarins.

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning og nái tökum á helstu réttarreglum um meðferð stjórnsýslumála þar sem taka á stjórnvaldsákvarðanir. Því meginmarkmiði má skipta upp í tvö undirmarkmið:

1. Þekking / skilningur
Að nemendur þekki meginhugtök stjórnsýsluréttarins
Kunni þær meginreglur sem stjórnsýslukerfi ríkisins er byggt á.
Kunni þær málsmeðferðarreglur sem fylgja ber við töku stjórnvaldsákvarðana.
Öðlist innsýn í meginvandamál stjórnsýslunnar við meðferð stjórnsýslumála og geri sér grein fyrir þeim leiðum sem eru færar til þess að leysa þau.

2. Færni / leikni
Nemendur nái valdi á því að beita málsmeðferðarreglum stjórnsýslu­réttarins.
Nemendur gera raunhæf verkefni sem farið verður yfir í tíma.
Nemendum ber að taka virkan þátt í umræðum í tímum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)