Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. maí 2015

Ársfundur LSR - stærsta lífeyrissjóðs landsins

Arni við skrifborð ...þungur a brunÁ ársfundi LSR í dag kom meðal annars fram í máli Árna Stefáns Jónssonar formanns sjóðsins að samanlagðar eignir allra deilda sjóðsins væru nú rúmlega 535 milljarðar kr. og hefðu þær hækkað um 50,5 milljarða kr. frá árinu áður. Eignir A- deildar eru nú 296 milljarðar kr. og eignir B-deildar 227 milljarðar kr., en séreignir LSR eru rúmir 12 milljarðar kr. Ávöxtunin hefur verið afar góð, sagði Árni, eða um 8,9% raunávöxtun. Tekjur af fjárfestingum árinu voru tæpir 50 milljarðar. Árni sagði einnig að ef horft væri til síðustu þriggja ára væru tekjur af fjárfestingum sjóðsins á því tímabili rúmlega 150 milljarðar króna.

LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins og eru lífeyrisgreiðslur úr honum rúmlega þriðjungur af öllum lífeyrisgreiðslum íslenskra lífeyrissjóða. Á árinu 2014 greiddu að jafnaði tæplega 30 þúsund sjóðfélagar mánaðarlegt iðgjald til LSR og námu iðgjöldin tæplega 30 milljörðum kr. Á sama tíma fengu tæplega 17 þúsund sjóðfélagar lífeyrisgreiðslur á hverjum mánuði á árinu 2014, samtals tæplega 10 milljarða kr. 

Hér má lesa ávarp Árna Stefáns Jónssonar, formanns LSR í heild sinni.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)