Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. ágúst 2015

Launakröfur lagðar fram

Samninganefndirnar þrjar fyrir utan skrifstofu satSamninganefnd SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna fundaði með samninganefnd ríkisins í gær. Fundurinn var stuttur en þar kynntu félögin launakröfur sínar. Kröfurnar byggja á sama ramma og fram kemur í ákvörðun gerðardóms um kjör fólks í aðildarfélögum BHM og Félagi ísl. hjúkrunarfræðinga.

Næsti fundur er á þriðjudag en í millitíðinni mun samninganefnd ríkisins reikna út áhrif krafna félaganna. Árni Stefán Jónsson formaður SFR sagði félögin fara fram á leiðréttingu launatafla í takt við ákvöðun gerðardóms um að leiðrétta ætti launatöflur BHM og hjúkrunarfræðinga sem skekkst hafa eftir krónutöluhækkanir undanfarna samninga. Þessi þáttur mun væntanlega flækja útreikningana og því vildi samninganefnd ríkisins fá tækifæri til þess að reikna út áhrif þeirra.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)