Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. september 2015

Trúnaðarmannaráð samþykkti allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfall

TrmráðSFR 16sep2015 (25) (Copy)Trúnaðarmannaráð SFR kom saman í dag til að taka ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfall. Fundurinn var mjög fjölmennur og miklar umræður urðu um stöðuna sem upp er komin í kjaraviðræðum við ríkið og framkvæmd verkfalls ef til kemur.

Lagt var til að fram fari allsherjaratkvæðagreiðsla um boðun verkfalls og að henni skuli vera lokið 27. september 2015.

Atkvæðagreiðslan skal vera tvíþætt:

  • Atkvæðagreiðsla um allsherjarverkfall sem tekur til allra félagsmanna og stendur yfir í ákveðinn tíma.
  • Atkvæðagreiðsla um ótímabundið verkfall félagsmanna innan ákveðinna stofnana. Þeir félagsmenn sem vinna á þessum stofnunum munu greiða atkvæði sérstaklega um ótímabundið verkfall á sinni stofnun.

Tillagan var samþykkt einróma af trúnaðarmannaráði, enginn á móti og enginn sat hjá. Nú þegar verður hafist handa við undirbúning atkvæðagreiðslunnar.

TrmráðSFR 16sep2015 (3) (Copy)

TrmráðSFR 16sep2015 (12) (Copy)

TrmráðSFR 16sep2015 (17) (Copy)

TrmráðSFR 16sep2015 (6) (Copy)

TrmráðSFR 16sep2015 (32) (Copy)

TrmráðSFR 16sep2015 (30) (Copy)

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)